Hæ, ég er
tómaturinn þinn!

Tomato er örugg hraðbankaþjónusta á íslenskum bankamarkaði. Við leggjum áherslu á að vera til staðar fyrir fólkið í landinu og ferðamenn. Þú finnur Tomato hraðbanka á fjölförnustu stöðum borgarinnar og markmiðið er að bæta enn frekar þjónustuna á komandi árum. Með samningum við alþjóðlegu fyrirtækin VISA og MASTERCARD er Tomato kleift að veita framúrskarandi hraðbankaþjónustu á íslenskum bankamarkaði.

 • Ábendingar og hugmyndir

  Ertu með góða hugmynd um hvar við eigum að setja upp næsta Tomato hraðbanka? Eða góða ábendingu? Endilega senda okkur þá skilaboð með tölvupósti á hello@tomato.is.

 • Öryggismál

  Hrað­banka­kerfi Tomato uppfyllir ströngustu kröfur um dul­kóðun korta­númera og persónu­upplýsinga. Kerfið er vottað af PCI DSS, alþjóðlega viður­kenndum staðli um öryggi í fjármála­færslum. Við hjá Tomato leggjum ríka áherslu á að tryggja öryggi viðskipta­vina okkar og fylgjum viður­kenndum öryggis­reglum og verk­ferlum til hins ýtrasta.

  Allir hrað­bankar Tomato eru búnir full­komnu myndavéla– og öryggiskerfi sem er vaktað allan sólar­hringinn. Við viljum ítreka fyrir við­skipta­vinum okkar á að sýna ávallt árvekni við notkun debet– og kredit­korta við úttektir á reiðufé úr hrað­bönkum. Mikilvægt er að passa upp á að PIN númer sé vel varð­veitt og að óvið­komandi aðilar komist ekki yfir það.

Vantar þig
aðstoð?

Ef upp koma vandamál þá biðjum við þig að hafa samband við okkur með tölvupósti á hello@tomato.is eða með símtali í 7704888. Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og mögulegt er.

 • Af hverju gleypti hraðbankinn kortið mitt?

  Hraðbankinn tekur kortið þitt af öryggisástæðum:
  - Ef rangt PIN númer er slegið inn þrisvar í röð.
  - Ef kortið er skilið eftir í raufinni tekur hraðbankinn kortið af öryggisástæðum svo óviðkomandi aðilar komist ekki yfir kortið.
  - Einnig tekur hraðbankinn kortið ef bankinn þinn gefur fyrirmæli um að það skuli gert.

  Hafðu samband við bankann þinn ef hraðbankinn tekur kortið þitt.

Hv kostar
þjónustan?

Það kostar einungis 285 kr. að taka reiðufé úr hraðbönkum Tomato. Hámarksúttekt hverju sinni er 30.000 kr. en hafir þú heimild til hærri úttektar innan sama dags er auðvelt að taka út aftur.

Gott er að hafa í huga að bankinn þinn gæti innheimt gjald fyrir reiðufjárúttektir á kreditkort eða fyrirframgreidd inneignarkort samkvæmt gjaldskrá viðkomandi banka.

Hvar er næsti
Tomato
hraðbanki?

Tomato hraðbankarnir eru staðsettir í alfaraleið á höfðuborgarsvæðinu. Þú finnur þá á meðfylgjandi korti. Eins og sést á myndinni eru þeir rauðir og mjög áberandi þannig að þeir fari ekki framhjá okkar viðskiptavinum.

 • Kvosin Aðalstræti 6–8, 101 Reykjavík
 • 10-11 Austurstræti 17, 101 Reykjavík
 • Laugavegur 11 101 Reykjavík
 • Skólavörðustígur 3 101 Reykjavík
 • Hallveigarstígur 1 101 Reykjavík
 • N1 Hringbraut, 101 Reykjavík
 • N1 Brúartorgi 1, 310 Borgarnes
 • Laugavegur 40 101 Reykjavík
 • Laugavegur 95 101 Reykjavík
 • Fosshótel Reykjavík Þórunnartúni, 105 Reykjavík
 • 10-11 Hlemmi, 101 Reykjavík
 • Bónus Tjarnarvöllum, 220 Hafnarfjörður
 • Laugardalslaug Sundlaugarvegi 30, 101 Reykjavík
 • Smáralind 201 Kópavogur
 • 10-11 Vesturlandsvegi, 110 Reykjavík