Hæ, ég er
tómaturinn þinn!

Tomato er heiti á nýjum ísl­enskum hrað­­bönkum, með vísun í enska orðið „Automat“ — sniðugt ekki satt? Stefna Tomato er að auka aðgengi Íslend­inga og ferða­manna að hrað­bönkum og stór­bæta þjón­ustuna frá því sem verið hefur. 1. janúar 2018 hóf Tomato að inn­heimta úttektar­gjald á innlend kort. Þetta er liður í að gera Tomato kleift að útvíkka þjónustu sína og bjóða íslenskum neytendum og erlendum gestum upp á enn betri hraðbankaþjónustu.

 • Hópurinn

  Hjá Tomato starfar samhentur hópur fólks með mikla reynslu af frum­kvöðla­starfi og upp­byggingu framúr­skarandi þjónustu­fyrir­tækja. Við leggjum mikið upp úr því að veita góða þjónustu og hlusta á ábendingar frá viðskipta­vinum.

 • Ábendingar og hugmyndir

  Ertu með ábendingu, hug­mynd um hvar við ættum að setja upp Tómat, eða langar þig bara að segja hæ? Endilega sendu okkur þá línu á hello@tomato.is eða finndu okkur á Facebook.

 • Öryggismál

  Við hjá Tomato leggjum ríka áherslu á að tryggja öryggi viðskipta­vina okkar og fylgjum viður­kenndum öryggis­reglum og verk­ferlum til hins ýtrasta. Allir hrað­bankar Tomato eru búnir full­komnu myndavéla– og öryggiskerfi sem er vaktað allan sólar­hringinn.

  Hrað­banka­kerfi Tomato uppfyllir ströngustu kröfur um dul­kóðun korta­númera og persónu­upplýsinga. Kerfið er vottað af PCI DSS, alþjóðlega viður­kenndum staðli um öryggi í fjármála­færslum.

  Við viljum ítreka fyrir við­skipta­vinum okkar á að sýna ávallt árvekni við notkun debet– og kredit­korta við úttektir á reiðufé úr hrað­bönkum. Mikilvægt er að passa upp á að PIN númer sé vel varð­veitt og að óvið­komandi aðilar komist ekki yfir það.

Vantar þig
aðstoð?

Viltu koma á fram­færi athuga­semdum eða til­lögum til okkar um bætta þjónustu? Sendu okkur endilega tölvu­póst á hello@tomato.is.

Ef hrað­bankinn afgreiddi ekki rétt, gleypti kortið þitt eða ef þú gleymdir að taka reiðu­féð, hafðu þá sam­band við okkur. Við munum svara öllum fyrir­spurnum og beiðnum eins fljótt og mögu­legt er.

hello@tomato.is / 770 4888

 • Af hverju gleypti hraðbankinn kortið mitt?

  Hrað­­bankinn getur gleypt kort ef bankinn þinn hefur gefið fyrir­­­mæli um að það skuli gert eða ef rangt PIN númer er slegið inn þrisvar í röð. Ef kort er skilið eftir í rauf­­inni gleypir hrað­­­bankinn einnig kortið af öryggis­­­ástæðum. Tomato skilar gleyptum kortum til bankans þíns, en það tekur yfirleitt 5–10 virka daga.

 • Afhending gleypra korta

  Við vöktum hrað­bankana og sækjum reglu­lega kort sem hafa verið gleypt og skilum til þess banka sem gaf kortið út. Ef þú hefur spurn­ingar varðandi gleypt kort eða vilt koma á fram­færi skila­boðum, vinsam­legast hringdu í síma 770 4888 eða sendu okkur póst á netfangið hello@tomato.is

Hv kostar
einn tómatur?

Færslugjöld Tomato eru 285 kr. fyrir hverja úttekt. Færslu­gjöld eru alltaf til­greind á skjá hrað­bankans og viðskipta­vinum gefinn kostur á að samþykkja eða hafna.

Hámarks­úttekt hverju sinni er 30.000 kr. Ef þú hefur heimild á kortinu þínu til þess að taka út hærri upphæð, er einfald­lega hægt að taka út aftur.

Hafðu í huga að bankinn þinn gæti innheimt gjald fyrir reiðu­fjár­úttektir á kredit­kort eða fyrir­framgreidd inneignar­kort. Vinsam­legast hafðu samband við bankann þinn til þess að fá upp­lýs­ingar um gjaldskrá.

Hvar finn ég
næsta Tómat?

Tómatarnir okkar eru rauðir og pattara­legir og ættu ekki að fara framhjá neinum. Þeir verða fyrst um sinn staðsettir á höfuð­borgar­svæðinu, með sérstaka áherslu á mið­borg Reykja­víkur. Fylgstu með, þeim mun fjölga ört!

 • Kvosin Aðalstræti 6–8, 101 Reykjavík
 • 10-11 Austurstræti 17, 101 Reykjavík
 • Laugavegur 11 101 Reykjavík
 • Skólavörðustígur 3 101 Reykjavík
 • Hallveigarstígur 1 101 Reykjavík
 • N1 Hringbraut, 101 Reykjavík
 • N1 Brúartorgi 1, 310 Borgarnes
 • Laugavegur 40 101 Reykjavík
 • Laugavegur 95 101 Reykjavík
 • Fosshótel Reykjavík Þórunnartúni, 105 Reykjavík
 • 10-11 Hlemmi, 101 Reykjavík
 • Bónus Tjarnarvöllum, 220 Hafnarfjörður
 • Laugardalslaug Sundlaugarvegi 30, 101 Reykjavík
 • Smáralind 201 Kópavogur
 • 10-11 Vesturlandsvegi, 110 Reykjavík